Rangfærslur DV um grein ráðherra

Af einhverjum ástæðum sér DV sig knúið til að halda því fram að forsætisráðherra fari með rangfærslur mál í grein sinni í Morgunblaðinu á föstudag, um atvinnuleysi, kaupmátt, fjölgun starfa og aukinn jöfnuð.  Það er tóm vitleysa.

Skoðum þetta nánar.

Atvinnuleysi – Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar er skráð atvinnuleysi um 4% eins og ráðherann segir í greininni. DV kýs hins vegar að líta fram hjá þessari tölu og vísa aðeins  í vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar. Þess má geta að OECD miðar við skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar í samanburðarrannsóknum sínum.

Aukinn kaupmáttur – Samkvæmt peningamálum Seðlabankans jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna um 4,3% á árinu 2013 og búist er við svipaðri aukningu á þessu ári. Þetta er meira en tíðkast hefur frá hruni.

Fjölgun starfa – Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar eru ný störf um 4000, eins og ráðherrann nefnir.

Aukinn jöfnuður –  Það er erfitt að átta sig á því hvað DV er að fara varðandi þetta, enda er ekki miðað við neinar nýjar hagtölur í grein ráðherrans um þetta atriði, heldur rætt almennt um aukinn jöfnuð og meðal annars vísað í hækkun lægstu launa og lækkun skatta á lægri- og millitekjuhópa, sem óneitanlega eykur jöfnuð.

Af þessu má sjá að það er einfaldlega rangt að forsætisráðherra fari með rangfærslur. Allar þessar tölur sem hann nefnir eiga sér réttmæta stoð í opinberum gögnum (sem öll eru aðgengileg ritstjorn DV).

Ég er alveg til í að ræða betur þetta atriði varðandi jöfnuðinn þegar nýjar hagtölur koma fram varðandi það. Ég er klár á að það verður jákvætt og gott samtal.

Athugasemdir: