Moli um málþóf og miðla

Fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 slær því upp sem fyrstu frétt í morgunsárið að “Málþófið haldi áfram á Alþingi”. Í fréttinni er það fullyrt að umræða um stjórnarskrárfrumvarp hafi “farið í málþóf í gærkvöldi”. Þessi frétt er röng.

Orðið málþóf er notað yfir það þegar þingmenn stjórnarandstöðu reynir að tefja eða stöðva mál í þinginu með því að halda margar og langar ræður. Ekkert slíkt átti sér stað í gær.

Þvert á móti voru það þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem töluðu mest um stjórnarskrána í gær. Átta stjórnarþingmenn héldu ræður um málið í samtals 175 mínútur.

Tveir framsóknarmenn héldu ræður í samtals 71 mínútu.

Tveir Sjálfstæðismenn héldu ræður í samtals 71 mínútu

Margrét Tryggvadóttir talaði í 11 mínútur.

Það sem átti sér stað á Alþingi í gær var umræða, ekki málþóf. Ja, ekki nema fréttamenn Bylgjunnar og Stöðvar 2 telji að þingmenn ríkisstjórnarinnar séu að standa fyrir málþófi til að stöðva stjórnarskrármálið?

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að fréttamenn kanni hvað í raun á sér stað áður en þeir skrifa fréttir frá Alþingi.

Athugasemdir: